Skilmálar
SKILMÁLAR
Það er 18 ára aldurstakmark í vefverslun gsbullan.is . Allir sem versla hjá okkur nikótínpúða þurfa að skrá kennitöluna sína til að staðfesta aldur. Ef einstaklingur undir 18 ára aldri er uppvís að því að segja ósatt til um aldur verður atvik tilkynnt til foreldra eða forráðamanna. Ef þörf er á endurgreiðslu við brot á reglu um aldurstakmark er greiðsla aðeins bakfærð gegn beiðni foreldra eða forráðamanns.
Ef viðskiptavinur velur að sækja pöntun frítt í Verslun okkar þarf hann að sýna skilríki við afhendingu.
Vilji viðskiptavinur hætta við pöntun eftir að hafa staðfest pöntun í vefverslun er best að senda okkur póst á netfangið gsbullan@gsbullan.is. Ef póstur um afpöntun vöru berst sama dag og vara er pöntuð bakfærum við pöntunina og endurgreiðum hana að fullu. Ef vara hefur verið send af stað gerum við okkar besta til þess að koma til móts við viðskiptavini og endurgreiðum vöru að fullu að frátöldum sendingarkostnaði gegn því að vöru sé skilað.
Ef viðskiptavinur vill skila eða skipta vöru þarf að koma henni til okkar óopinni og ónotaðri innan 5 daga frá afhendingu. Við endurgreiðum vöruna að fullu en viðskiptavinur greiðir allan kostnað við að koma vörunni aftur til okkar. Sendið okkur póst á gsbullan@gsullan.is og við finnum út úr þessu saman.
Ef viðskiptavinur fær ranga vöru afgreidda endurgreiðum við vöruna að fullu ásamt sendingarkostnaði. Einungis er hægt að skila röngum vörum sem eru óopnaðar og ónotaðar. Það er á ábyrgð viðskiptavinar að athuga hvort rétt vara hafi verið afhend áður en vara er opnuð. Sé þess óskað afgreiðum við rétta vöru eftir að röng vara hefur borist okkur, allur aukakostnaður við sendingu á réttri vöru er viðskiptavini að kostnaðarlausu.
Öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. GS Verslanir ehf. ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á týndum sendingum eða tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Ef að vara týnist í pósti eða verður fyrir tjóni frá því að að hún er send frá GS Verslanir ehf. til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda
Skil, villur og gallar
1. Ef vöru er skilað innan 5 daga eftir afhendingu er mögulegt að fá vöru endurgreidda eða skipt. Sé vöru skilað greiðir viðskipavinur allan sendingarkostnað nema þegar um er að ræða galla eða villu í pöntun af hálfu gsbullan.is. Varan verður að vera í upprunalegu ástandi, ónotuð og óopnuð.
2. Sé vara gölluð eða galli komi í ljós við fyrstu notkun, fæst henni skipt fyrir sömu vöru nema hún sé ekki lengur til á lager. Þá er sambærileg vara afhent í staðinn. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að athuga hvort vara sé gölluð við afhendingu og fyrstu notkun.
3. Þegar vöru er skilað verður viðskiptavinur að senda hana til okkar í A pósti, vel innpakkaðri ásamt nafni og öðrum viðeigandi upplýsingum. Viðskiptavinur verður að útvega eintak af upprunalegu kvittuninni, tilgreina hvert vandamálið sé og hvað hann vill að við gerum. Gsbullan.is er ekki ábyrgt fyrir tapaðri eða týndri vöru við sendingu frá viðskiptavinum.
Lög og varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Norðurlands-Eystra.
Við fögnum öllum athugasemdum um þessa skilmála og erum alltaf til í að endurskoða stefnu okkar með því markmiði að veita sem besta þjónustu. Allar athugasemdir vegna skilmála gsbullan.is skal senda á gsbullan@gsbullan.is.
Kökur:
Vafrakökur
Vafrakökur (e. cookies) eru smáar textaskrár sem vefsíður koma fyrir á tölvu þinni, síma eða snjalltæki þegar þú heimsækir þær. Vafrakökur eru almennt notaðar til að bæta viðmót og notendaupplifun vefsíðunnar. Einnig til þess að vefsíðan muni mikilvægar upplýsingar frá fyrri heimsóknum þínum. Vafrakökur eru öruggar, þær innihalda ekki kóða og geta ekki verið notaðar til komast inn í tölvuna þína.
Af hverju notar gsbullan.is vafrakökur?
Við notum vafrakökur til mælinga á heimsóknum á heimasíðu okkar. Umferð á vefinn eru mæld með Google Analytics. Það þýðir að skráður er tími og dagsetning heimsókna á vefinn, IP tölur þeirra sem heimsækja hann og frá hvaða vefsíðu heimsóknir koma, tegund vafra og stýrikerfis og hvaða leitarorð notendur nota til að komast á vefinn sem og til að finna efni innan hans. Vafrakökur eru notaðar í margvíslegum tilgangi eins og til dæmis að muna hvað notandi hefur valið í bókunarvél á meðan hann er tengdur vefsvæðinu, þær kunna einnig að vera notaðar í öryggisskyni. Lotukökur eyðast þegar notandi fer af vefsvæði og eru því ekki vistaðar til lengri tíma. Viðvarandi vafrakökur vistast á tölvu notanda og muna val eða aðgerðir notanda á vefsvæði. Engar tilraunir eru gerðar til að tengja heimsókn við persónugreinanlegar upplýsingar.
Hvernig er hægt að eyða vafrakökum?
Allir vafrar bjóða upp á takmörkun á notkun á vafrakökum, eins er mögulegt að slökkva á þeim í stillingum vafranns. Ólíkt er eftir vöfrum hvernig þetta er gert en leiðbeiningar má finna í hjálparvalmöguleika í vafranum sem þú notar. Einnig er hægt að eyða þeim vafrakökum sem þegar eru vistaðar hjá þér. Skrefin við að eyða vafrakökum eru ólík eftir vöfrum en leiðbeiningar um slíkt má finna í hjálparvalmöguleika í vafranum sem þú notar.
Trúnaður (Öryggisskilmálar)
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.
Ef einstaklingur undir 18 ára aldri er uppvís að því að segja ósatt til um aldur verður atvik tilkynnt til foreldra eða forráðamanna. Ef þörf er á endurgreiðslu við brot á reglu um aldurstakmark er greiðsla aðeins bakfærð gegn beiðni foreldra eða forráðamanns.